Ísland á einn og hálfan milljarð Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar