Er þetta í lagi? Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2018 08:00 Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar