Forseti Mjanmar segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:06 Aung San Suu Kyi og fráfarandi forsetinn Htin Kyaw, Vísir/epa Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn. Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn.
Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00