Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi hefðu „alvarlegar afleiðingar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 23:28 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22