Á hálum ís Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun