Gullið heim Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar