Lífsviðhorf Björns Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 10:00 „Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
„Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun