Þéttari borg Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skipulag Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar