Hótel Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. júní 2018 10:00 Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar