Glöggt er gests augað Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar