Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2018 08:28 Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar