Fullir vasar Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Tónlist Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar