Rekstur í Reykjavík Davíð Þorláksson skrifar 20. júní 2018 07:00 Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Davíð Þorláksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun