RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar 3. nóvember 2025 09:32 Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun