HK hefur fengið Zeiko Lewis á láni frá FH út leiktíðina en þetta staðfestir toppliðið í Inkasso-deildinni á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Zeiko gekk í raðir FH fyrir tímabilið en hefur ekki fundið sig í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum fyrir FH á tímabilinu.
Bermúda-maðurinn ætti þó að styrkja toppliðið í Inkasso-deildinni með hraða sínum og krafti en HK er eins og er í bílstjórasætinu að komast upp í Pepsi-deildina.
Þeir eru með 29 stig eftir þrettán leiki en fast á hæla þeirra koma ÍA (27 stig), Víkingur Ólafsvík (27 stig) og Þór (26 stig). Níu leikir eru eftir af mótinu.
Zeiko gæti leikið sinn fyrsta leik annað kvöld er HK heimsækir fallbaráttulið Selfyssinga sem eru komnir með Dean Martin í brúnna.
HK fær Zeiko lánaðan frá FH
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn




Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti