Náttúruhamfarir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun