Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna. Algengt er orðið að fólk sem þarf að leita til sérfræðilækna fái ekki tíma vegna þess að læknum, sem þó eru til í að vinna fyrir opinbera kerfið, er ekki hleypt inn. Sjúklingar geta því valið um að þjást á biðlista í ár eða greiða sjálfir fyrir þjónustuna og fá hjálp strax. Sósíalisminn leiðir oft af sér ójafnræði. Verst er þó líklega að þar sem hægt er að ná mestum árangri og bjarga fólki með forvörnum eða með því að bregðast tímanlega við er þrengt að þeim sem geta náð mestum árangri. Þrengt er að starfsemi sem getur sparað samfélaginu gríðarlegt fjármagn til viðbótar við að bjarga heilsu og mannslífum. Framkoma stjórnvalda gagnvart SÁÁ er skýrt dæmi um þetta. SÁÁ eru ekki ríkisapparat og falla því utan hinnar nýju stefnu. Stefnu sem virðist miða að því að íslenska heilbrigðiskerfið verði eitt bákn sem starfar á einum stað og sá staður skal vera við Hringbraut í Reykjavík.Höfundur er þingmaður og formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna. Algengt er orðið að fólk sem þarf að leita til sérfræðilækna fái ekki tíma vegna þess að læknum, sem þó eru til í að vinna fyrir opinbera kerfið, er ekki hleypt inn. Sjúklingar geta því valið um að þjást á biðlista í ár eða greiða sjálfir fyrir þjónustuna og fá hjálp strax. Sósíalisminn leiðir oft af sér ójafnræði. Verst er þó líklega að þar sem hægt er að ná mestum árangri og bjarga fólki með forvörnum eða með því að bregðast tímanlega við er þrengt að þeim sem geta náð mestum árangri. Þrengt er að starfsemi sem getur sparað samfélaginu gríðarlegt fjármagn til viðbótar við að bjarga heilsu og mannslífum. Framkoma stjórnvalda gagnvart SÁÁ er skýrt dæmi um þetta. SÁÁ eru ekki ríkisapparat og falla því utan hinnar nýju stefnu. Stefnu sem virðist miða að því að íslenska heilbrigðiskerfið verði eitt bákn sem starfar á einum stað og sá staður skal vera við Hringbraut í Reykjavík.Höfundur er þingmaður og formaður Miðflokksins
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun