

Hvað vorum við að hugsa?
Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf.
Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður.
Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu.
Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga.
Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans.
Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar