Ágreiningur og viljastyrkur Lilja Bjarnadóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:37 Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar