Sögulegt tækifæri – Ný lög um þjónustu við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera og Sigurjón Unnar Sveinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun