Fótbolti

Nær ómögulegt fyrir Barcelona að kaupa Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba gæti verið á útleið.
Paul Pogba gæti verið á útleið. Vísir/Getty
Barcelona á ekki efni á að kaupa Paul Pogba frá Manchester United samkvæmt frétt Mundo Deportivo í dag.

Pogba vill fara frá United, og það sem fyrst, ef marka má fréttir í Englandi. Hann er sagður vilja fara til Barcelona eða aftur til Juventus.

Það er hins vegar „nærri ómögulegt,“ fyrir spænska stórveldið að kaupa Pogba, samkvæmt frétt spænska blaðsins. Ástæðan er tvískipt. Í fyrsta lagi er þóknun umboðsmanns Pogba, Mino Raiola, gífurleg og í öðru lagi vill Pogba fá 12 milljónir evra í laun, eftir skatt.

Þetta er ofan á kaupverðið, United er talið vilja að minnsta kosti 100 milljónir evra fyrir Frakkann.

Mundo Deportivo heldur því fram að einu félögin sem eigi efni á Pogba séu PSG og Juventus. Juventus gæti hins vegar þurft að selja Paulo Dybala til að eiga efni á Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×