Róttækra breytinga er þörf Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. október 2018 07:00 Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu viku var umrædd skýrsla í brennidepli og sú staðreynd að norðurskautið hitnar tvöfalt hraðar en meðaltalið á Jörðinni. Á fundinum var ekki síst áhrifaríkt að heyra fulltrúa frumbyggjasamtaka allt í kringum norðurskautið lýsa því hvaða breytingar hafa þegar átt sér stað. Þau sögðu sögur af skógareldum, votlendi sem hefur horfið, dýrahjörðum sem hegða sér öðruvísi en áður og ám sem eitt sinn voru ísi lagðar stóran hluta árs en eru í dag orðnar farartálmar því ísinn hefur bráðnað. Samhljómur fólks frá Alaska, nyrstu svæðum Kanada, fulltrúa Ínúíta, Sama og fólks frá Síberíu var algjör: Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem snertir einhverja aðra í fjarlægri framtíð. Þær eru nú þegar allt umlykjandi í lífi þeirra.Jarðefnaeldsneyti verður að víkja Skýrslan um loftslagsbreytingar er sláandi lesning en sýnir jafnframt að ef við grípum til róttækra aðgerða getum við sannarlega haft áhrif á þróunina. Jarðefnaeldsneyti verður meðal annars að víkja og binda þarf koltvísýring úr andrúmslofti í stórum stíl. Í fyrstu útgáfu af nýútkominni aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hér á landi er einmitt lögð áhersla á orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt loftslagsskýrslunni þurfum við að ná kolefnishlutleysi á Jörðinni árið 2050. Hér á landi höfum við sett okkur það markmið tíu árum fyrr – árið 2040. Við þurfum öll að leggjast á árarnar, ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í landinu, ég og þú. Eins og bent hefur verið á erum við sem nú lifum á Jörðinni fyrsta kynslóðin sem upplifir þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað og sú seinasta sem getur komið í veg fyrir þær.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun