Bætum kjörin í Hafnarfirði Óskar Steinn Ómarsson skrifar 4. desember 2018 21:15 Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun