Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar