Að stjórna - Opið bréf til Katrínar og Bjarna Kári Stefánsson skrifar 7. mars 2019 10:30 Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun