Sull Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun