Árás á fullveldi Íslands Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2019 11:13 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.)
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun