Úthlutun á tollkvóta í landbúnaði – Hollenska leiðin Björgvin Sighvatsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun