Eftirlit með eftirlitinu Davíð Þorláksson skrifar 27. mars 2019 07:00 Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar