Meira en nóg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun