Engu nær Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun