Babel tryggði Fulham sigur á Cardiff í uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. apríl 2019 16:00 Aron og félagar eru ekki í góðum málum vísir/getty Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Cardiff þurfti nauðsynlega á stigum að halda til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en Fulham er löngu fallið úr deildinni. Miklar tafir urðu á leiknum eftir að Denis Odoi fékk þungt högg frá samherja sínum og þurfti hann að yfirgefa völlinn með súrefnisgrímu í kjölfarið. Aroni Einari var skipt af velli á 87.mínútu og skömmu síðar kom eina mark leiksins en það gerði Hollendingurinn Ryan Babel. Cardiff því enn þremur stigum frá öruggu sæti og á nú aðeins þrjá leiki eftir til að koma sér ofar í töfluna. Á sama tíma var mikið fjör á St.Marys þar sem Southampton og Bournemouth gerðu 3-3 jafntefli. Þá vann Wolves 1-2 sigur á Watford þar sem framherjaparið frábæra Raul Jimenez og Diego Jota sáu um markaskorun Úlfanna. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Gylfa og félögum í rokinu Everton náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Manchester United. 27. apríl 2019 15:45
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Cardiff þurfti nauðsynlega á stigum að halda til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en Fulham er löngu fallið úr deildinni. Miklar tafir urðu á leiknum eftir að Denis Odoi fékk þungt högg frá samherja sínum og þurfti hann að yfirgefa völlinn með súrefnisgrímu í kjölfarið. Aroni Einari var skipt af velli á 87.mínútu og skömmu síðar kom eina mark leiksins en það gerði Hollendingurinn Ryan Babel. Cardiff því enn þremur stigum frá öruggu sæti og á nú aðeins þrjá leiki eftir til að koma sér ofar í töfluna. Á sama tíma var mikið fjör á St.Marys þar sem Southampton og Bournemouth gerðu 3-3 jafntefli. Þá vann Wolves 1-2 sigur á Watford þar sem framherjaparið frábæra Raul Jimenez og Diego Jota sáu um markaskorun Úlfanna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Gylfa og félögum í rokinu Everton náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Manchester United. 27. apríl 2019 15:45
Markalaust hjá Gylfa og félögum í rokinu Everton náði ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Manchester United. 27. apríl 2019 15:45