Stærstu flugfélögin samþykkja að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:47 American Airlines er á meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem taka sjálfviljug þátt í áætluninni um samdrátt í losun. Vísir/EPA Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun. Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira