27 Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun