Tvískinnungur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun