24. ágúst Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 24. ágúst. Í dag eru fjórir mánuðir til jóla. „Hvað með það?“ spyr eflaust helmingur fólks. Hinum helmingnum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.Hin raunverulega gjöf Gemma Hartley bað eiginmann sinn um að kaupa handa sér heimilisþrif í mæðradagsgjöf. Baðherbergi og gólf. Kannski glugga líka ef það kostaði ekki of mikið auka. Í huga Gemmu fólst gjöfin þó ekki í þrifunum sjálfum heldur skipulagningunni á þeim. Hjónin höfðu lengi ætlað að láta þrífa hjá sér. Gjöfin var að sjá eitthvað gerast innan heimilisins án þess að hún hefði yfirumsjón með verkinu; án þess að hún þyrfti að hringja fjölda símtala, óska eftir tilboðum frá mismunandi fyrirtækjum, skoða gagnrýni annarra viðskiptavina um hvert og eitt þeirra og bóka tíma. Hin raunverulega gjöf var að losna við alla „andlegu vinnuna“ við framkvæmdina – hugmyndavinnuna, skipulagið, ákvarðanatökuna. Hreint hús var aðeins bónus. Gemma vissi að eiginmaðurinn vonaði að hún léti af ósk sinni um heimilisþrif og bæði um eitthvað einfaldara í mæðradagsgjöf; eitthvað af Amazon sem hann gæti pantað með músarsmelli og fengið sent heim. En Gemma hvikaði ekki. Daginn fyrir mæðradaginn hringdi eiginmaðurinn loks í eitt fyrirtæki og fékk tilboð í verkið. Honum fannst það hátt. Hann sagði við Gemmu að hann gæti þrifið baðherbergið sjálfur en ef Gemma endilega vildi gæti hann svo sem bókað rándýra þjónustu fyrirtækisins. Hvað vildi hún að hann gerði? Það sem Gemma vildi var að eiginmaðurinn spyrðist fyrir um – til dæmis meðal vina á Facebook – hvort einhver vissi um góða ræstiþjónustu. Hún vildi að hann hringdi á nokkra staði en ekki bara einn. Hún vildi að hann sæi um „andlegu vinnuna“ sem Gemma hefði innt af hendi ef verkið hefði verið á hennar könnu. Gemma fékk hálsmen í mæðradagsgjöf. Kassinn með gjafapappírnum sem eiginmaðurinn hafði notað til að pakka inn gjöfinni lá á miðju gólfi. Á meðan eiginmaður Gemmu lokaði sig inni á baðherbergi og þreif í makindum stóð Gemma í ströngu frammi í stofu og gætti barna þeirra þriggja og háði tapaða baráttu við að koma í veg fyrir að þau legðu öll herbergi heimilisins – nema baðherbergið – í rúst. Eiginmaðurinn taldi sig gefa Gemmu það sem hún óskaði sér heitast: Hreint baðherbergi. Axlir hans sigu af vonbrigðum þegar hann kom að Gemmu þar sem hún stóð önug uppi á stól að basla við að koma kassanum með gjafapappírnum fyrir á sínum stað uppi í efstu hillu. „Þú hefðir getað beðið mig um að ganga frá þessu.“ Eitthvað innra með Gemmu brast. „Það er mergurinn málsins,“ hvæsti hún. „Mér finnst ég ekki eiga að þurfa að biðja.“ Hin ósýnilega vinna Í nýlegri íslenskri rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál kemur fram að konur beri enn meginábyrgð á heimilinu. Tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla segjast að mestu leyti sjá um heimilisstörfin. En heimilisstörfin eru meira en handtökin. Þegar blaðamaðurinn Gemma Hartley sagði söguna af mæðradagsgjöfinni í tímaritsgrein ætlaði allt um koll að keyra. Tveir milljarðar hafa nú smellt á greinina. Gemma hafði borið kennsl á byrði sem margar konur rogast með á bakinu, „andlega vinnu“ sem fer að mestu fram í huganum svo fáir taka eftir henni og felst meðal annars í að vita hvað er til í ísskápnum, skipuleggja innkaupalista, halda utan um dagatalið, muna hvenær næsta bekkjarafmæli er, ákveða hver afmælisgjöfin skuli vera, vera með augun á klukkunni og sjá til þess að allir byrji að klæða sig í föt í tæka tíð, skipuleggja rólóferðir, ákveða nesti, vita hvað er í kvöldmatinn, muna hvort klippa þurfi táneglurnar á krökkunum – og skipuleggja jólin. Í dag er 24. ágúst. Færð þú hroll er þú lest dagsetninguna?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun