Kolefnisjöfnum ferðalagið Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 27. september 2019 09:30 Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun