Skuldaraskattur Davíð Þorláksson skrifar 9. október 2019 07:45 Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun