„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2019 13:02 Ríkisstjórn Íslands skuldar útskýringar á sofandahætti sínum segja þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir/Friðrik Þór Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Ísland bættist við listann í morgun eins og Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Gana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínidad og Tóbagó, Jemen og Simbabve. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi FATF sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun.Vandamálið legið fyrir í lengri tíma Sérstakur stýrihópur var skipaður í febrúar 2018 til að bregðast við 51 athugasemd gagnvart stöðu Ísland þegar kæmi að aðgerðum gegn peningaþvætti. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins. Vinna hópsins og samþykkt tveggja lagafrumvarpa á dögunum komu ekki í veg fyrir að Ísland lenti á listanum.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir málið grafalvarlegt.Vísir/Vilhelm„Að lenda á gráum lista vegna ónógra aðgerða til að sporna gegn peningaþvætti er ekkert grín og sýnir hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á Facebook. „Þarna lendum við á lista með ríkjum sem þetta fólk sem „vill svo vel“ telur okkur ekki samboðið. Það hefur verið vitað í lengri tíma að ef við sinnum þessu ekki þá lendum við á gráum lista, sem er grafalvarlegt fyrir viðskipti íslenskra fyrirtækja og stofnana og orðspor okkar á alþjóðavísu.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær augljóst að Ísland ætti ekki heima á þessum lista.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra spyr hverjir trúi því að Ísland eigi nokkuð sameiginlegt með öðrum ríkjum á listanum.Vísir/vilhelm„Hverjir trúa því að við eigum margt sameiginlegt með þeim löndum sem eru á listanum?“ sagði Þórdís Kolbrún. Helga Vala gefur lítið fyrir þessi ummæli ráðherra og annarra kollega Þórdísar í ríkisstjórn sem líst hafa sömu skoðun að undanförnu.Slugsháttur íslenskra ráðamanna „Það er ekki hægt að gera eins og íslenskir ráðherrar hafa gert undanfarna daga og segja bara að við eigum ekkert heima á þessum lista. Við ERUM á þessum lista og það er tilkomið vegna slugsháttar íslenskra ráðamanna sem taka þessa hluti ekki nógu alvarlega. Hvernig væri þá að fara að vinna vinnuna sína!“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, talar á svipuðum nótum. „Þetta er mikill álitshnekkir fyrir Ísland og með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af meiri festu og ábyrgð en raun ber vitni. Ég hef óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ég á harla bágt með að trúa þeim yfirlýsingum ráðamanna að hér sé aðeins um fá og tæknileg atriði að ræða.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega.Vísir/VilhelmÞorsteinn er sannfærður um að ríki lendi ekki á lista sem þessum vegna smáatriða. „Sú staða sem upp er komin er afleiðing af áralöngu sinnuleysi íslenskra stjórnvalda. Þessi staða kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt fjármálakerfi, íslensk fyrirtæki og almenning.“Ísland í skammarlegri stöðu Hann segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig standi á því að hún hafi leyft þessari stöðu að koma upp, og hvernig brugðist verði við. „Ríkisstjórnin staðhæfði að nýleg lagasetning, sem fékk algeran forgang í meðhöndlun Alþingis, væri það eina sem út af stæði til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp. Það reyndist ekki rétt mat og fyrir vikið er Ísland komið í skammarlega stöðu.“ Stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við niðurstöðunni en niðurstaðan var opinberuð á blaðamannafundi FATF klukkan 10 í morgun. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Ísland bættist við listann í morgun eins og Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Gana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínidad og Tóbagó, Jemen og Simbabve. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi FATF sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun.Vandamálið legið fyrir í lengri tíma Sérstakur stýrihópur var skipaður í febrúar 2018 til að bregðast við 51 athugasemd gagnvart stöðu Ísland þegar kæmi að aðgerðum gegn peningaþvætti. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins. Vinna hópsins og samþykkt tveggja lagafrumvarpa á dögunum komu ekki í veg fyrir að Ísland lenti á listanum.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir málið grafalvarlegt.Vísir/Vilhelm„Að lenda á gráum lista vegna ónógra aðgerða til að sporna gegn peningaþvætti er ekkert grín og sýnir hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á Facebook. „Þarna lendum við á lista með ríkjum sem þetta fólk sem „vill svo vel“ telur okkur ekki samboðið. Það hefur verið vitað í lengri tíma að ef við sinnum þessu ekki þá lendum við á gráum lista, sem er grafalvarlegt fyrir viðskipti íslenskra fyrirtækja og stofnana og orðspor okkar á alþjóðavísu.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær augljóst að Ísland ætti ekki heima á þessum lista.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra spyr hverjir trúi því að Ísland eigi nokkuð sameiginlegt með öðrum ríkjum á listanum.Vísir/vilhelm„Hverjir trúa því að við eigum margt sameiginlegt með þeim löndum sem eru á listanum?“ sagði Þórdís Kolbrún. Helga Vala gefur lítið fyrir þessi ummæli ráðherra og annarra kollega Þórdísar í ríkisstjórn sem líst hafa sömu skoðun að undanförnu.Slugsháttur íslenskra ráðamanna „Það er ekki hægt að gera eins og íslenskir ráðherrar hafa gert undanfarna daga og segja bara að við eigum ekkert heima á þessum lista. Við ERUM á þessum lista og það er tilkomið vegna slugsháttar íslenskra ráðamanna sem taka þessa hluti ekki nógu alvarlega. Hvernig væri þá að fara að vinna vinnuna sína!“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, talar á svipuðum nótum. „Þetta er mikill álitshnekkir fyrir Ísland og með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af meiri festu og ábyrgð en raun ber vitni. Ég hef óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ég á harla bágt með að trúa þeim yfirlýsingum ráðamanna að hér sé aðeins um fá og tæknileg atriði að ræða.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega.Vísir/VilhelmÞorsteinn er sannfærður um að ríki lendi ekki á lista sem þessum vegna smáatriða. „Sú staða sem upp er komin er afleiðing af áralöngu sinnuleysi íslenskra stjórnvalda. Þessi staða kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt fjármálakerfi, íslensk fyrirtæki og almenning.“Ísland í skammarlegri stöðu Hann segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig standi á því að hún hafi leyft þessari stöðu að koma upp, og hvernig brugðist verði við. „Ríkisstjórnin staðhæfði að nýleg lagasetning, sem fékk algeran forgang í meðhöndlun Alþingis, væri það eina sem út af stæði til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp. Það reyndist ekki rétt mat og fyrir vikið er Ísland komið í skammarlega stöðu.“ Stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við niðurstöðunni en niðurstaðan var opinberuð á blaðamannafundi FATF klukkan 10 í morgun.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50