Vörumerkið þitt, hvernig líður því? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. október 2019 12:00 Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu með virka stefnu fyrir vörumerkið og allt sem það felur í sér? Vörumerki þróast, þroskast og breytast með tíð og tíma, líkt og markaðurinn. Við vitum að vörumerki (í allri sinni flóknu og fjölbreyttu mynd) geta verið ein af verðmætari eignum fyrirtækja. Það skiptir því miklu máli að sinna því. Það tekur tíma og markvissa markaðsvinnu að byggja upp verðmæt vörumerki. Afraksturinn er dýrmæt eign sem ber að meðhöndla sem slíka. Nauðsynleg byrjun er að vera með á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Það er jafnframt lykilatriði að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúin(n) í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess. Þaðan byggist svo samband vörumerkis og viðskiptavinar. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að byggja inn í sína stefnumótun og allt markaðsstarf aðferðir sem huga að vörumerki fyrirtækisins, sem oft eru fleiri en ein. Vörumerki byggjast upp á löngum tíma. Með markaðs- og sölustarfi bætist við merkið og það öðlast sess í hugum neytenda. Eitt af verkefnunum við uppbyggingu og viðhald vörumerkja er innleiðing á marglaga stefnum og strategíum. Þetta ræðst allt af því hvar merkið er statt á sinni líftímakúrfu. Stundum þarf aðeins að viðhalda og styrkja, stundum þarf að rýna og breyta.Hefur vörumerkið sömu merkingu í huga starfsmanna fyrirtækisins, stjórnenda þess og markhópsins?Eru skilaboð fyrirtækisins í takt við það sem vörumerkið stendur fyrir í hugum neytenda? Þar getur einnig verið munur á skynjun, starfi fyrirtækið bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaði.Þetta var gert fyrir nokkrum árum, er ekki allt enn í gildi? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina vörumerki sitt frá öðrum og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum.Stendur vörumerkið fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir sínum séreinkennum með samkeppninni?Reynir vörumerkið að vera allt í öllu; stundum létt og vinalegt en á öðrum stundum formlegt og kalt?Er munur á því hvaða tónn er notaður eftir því hvar fyrirtækið á samskipti við markaðinn, t.d. á samfélagsmiðlum annars vegar og í þjónustuverum hins vegar? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll samskipti við markaðinn. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Það er enginn vafi á því að mörg íslensk vörumerki eiga hér ónýtt tækifæri og geta eflst með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Almennilega, og allstaðar! Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað.Skiptir þetta máli? Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Grunnurinn að öllu samtali, hönnun og kemur við sögu alls staðar. Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins. Það gerist meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem markhópurinn skilgreinir sem mikilvæga og/eða verðmæta. Það er auðveldara fyrir alla sem að vörumerkinu koma að stefna í sömu átt ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur, hvaða gildi standa að baki og hver markmiðin eru. Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir, ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir fyrirtækið þitt mestu máli? Þú þarft ekki að reyna að vera allt fyrir alla og enda í þeirri algengu gryfju að missa stjónar á strategíunni þinni, hvert verið er að stefna og hvaða markmiðum á að ná.Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun