Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 FjórarTyphoon- orustuþotur breska flughersins verða við loftrýmisgæslu á Íslandi næstu vikur. RAF/Cathy Sharples Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples
Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15