(Þrætu)epli bara á jólunum Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skóla - og menntamál Trúmál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun