Rafael Benitez var gestur sjónvarpsþáttarins Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem spænski stjórinn fór um víðan völl.
Benitez er nú stjóri Dalian Yifang í Kína en hann fór þangað í sumar eftir að hafa sagt skilið við Newcastle en hann þjálfaði einnig Liverpool á Englandi og gerði þá að Evrópumeisturum 2005.
Auk þess að gera upp umferðina í gær og fara vel yfir leik Newcastle og Arsenal þá fór Benitez yfir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn AC Milan árið 2005.
ISTANBUL ANALYSED!
— Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) December 9, 2019
Rafa and @Carra23 break down the famous 2005 Champions League triumph where @LFC came from three goals down to AC Milan in one of the most glorious nights in their history #MNF on Sky Sports Premier League - reaction here: https://t.co/FomxuLWsHypic.twitter.com/X9VWVduU8F
Benitez fór yfir allar ákvarðanirnar varðandi liðsuppstillingu en ein sú athyglisverðasta var að Harry Kewell byrjaði fyrir aftan framherjann og Ditmar Hamann var á bekknum.
Jamie Carragher, sem spilaði leikinn en er nú spekingur hjá Sky Sports, var einnig í settinu og þeir fóru ekki bara yfir leikinn heldur ræddu þeir einnig vítaspyrnukeppnina þar sem sá spænski var vel undirbúinn.
RAFA'S PENALTY PLAN! @LFC's triumph in the spot-kick shootout in Istanbul wasn't just down to luck, as Rafa Benitez explains #MNF on Sky Sports Premier League - reaction here: https://t.co/5m84PyxkTGpic.twitter.com/CtBqguDmDN
— Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) December 9, 2019
Leikurinn fer seint úr minnum Liverpool-manna en þeir voru 3-0 undir í hálfleik en náðu að jafna 3-3. Leikurinn fór síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Bítlaborgarliðið vann en skemmtileg greining Benitez.