Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er ósáttur með VAR og segir að með breytingum á ensku úrvalsdeildinni sé verið að drepa deildina.
Tottenham tapaði fyrir Chelsea um liðna helgi og þar kom upp atvik með VAR þar sem Heung-min Son ver sendur í sturtu eftir að sparkað í Antonio Rudiger.
Mourinho fór mikinn eftir leikinn og sagði að hann vonaðist til að Rudiger jafnaði sig á rifbeinsbrotinu. Nú segir hann að VAR gæti eyðilagt bestu keppni í heimi.
"This is the best competition in the world, with characteristics, that if we change them...
— SPORF (@Sporf) December 25, 2019
"...we are killing the best league in the world."
Strong words from Jose Mourinho about VAR. pic.twitter.com/L4ouCp2QKR
„Ég held að VAR sé komið til að hjálpa fótboltanum, að koma fram með sannleikann. Þeir drápu leikinn með ákvörðuninni með Son. Mr. Tierney tók ranga ákvörðun. Þetta er England, enska úrvalsdeildin,“ sagði Mourinho og hélt áfram:
„Þetta er besta keppni í heimi, án vafa, og ef við breytum henni þá erum við að drepa bestu deild í heimi.“
Tottenham mætir Brighton á morgun.