Hringleikahúsið í ráðhúsinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. apríl 2020 14:30 Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun