Fyrir fólk, ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 17. apríl 2020 15:20 Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar