Forstjóri Southwest býst við að MAX fljúgi á fjórða ársfjórðungi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2020 07:52 Southwest er það flugfélag heims sem pantað hafði flestar og komið var með flestar Boeing 737 MAX-þotur í notkun þegar þær voru kyrrsettar fyrir nærri fimmtán mánuðum. Mynd/Southwest Airlines. Forstjóri Southwest Airlines, stærsta lággjaldaflugfélags heims, býst við að Boeing 737 MAX-þoturnar verði aftur komnar í farþegaflug á síðasta fjórðungi þessa árs. Forstjórinn, Gary C. Kelly, sem jafnframt er stjórnarformaður, lýsti þessu yfir á aðalfundi félagsins á dögunum. „Vinnan við að koma MAX-vélinni aftur í þjónustu heldur áfram og við erum vongóð um að hún verði farin að fljúga á fjórða ársfjórðungi,“ sagði forstjórinn jafnframt í myndskilaboðum sem hann sendi frá sér á föstudag. „Þetta er frábær flugvél. Hún er sú hagkvæmasta þegar horft er til eldsneytiseyðslu og viðhaldskostnaðar og veitir viðskiptavinum okkar frábæra upplifun,“ sagði Gary Kelly, sem er einn áhrifamesti maður fluggeirans vestanhafs en Southwest er það félag sem flytur flesta farþega í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Forstjóri Southwest Airlines, Gary Kelly, í fyrsta MAX-flugi félagsins í október 2017.Mynd/Southwest. Southwest Airlines, sem er með höfuðstöðvar í Dallas í Texas, á mest allra flugfélaga undir því að MAX-þoturnar fljúgi á ný. Það hefur bæði pantað flestar MAX-þotur, eða 280 eintök, og er einnig það félag sem komið var með flestar slíkar í rekstur, eða 34, þegar þær voru kyrrsettar í marsmánuði í fyrra, eftir tvö flugslys, sem kostuðu 346 manns lífið. Southwest hefur líkt og Icelandair samið um og fengið greiddar skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. Þannig fékk félagið 300 milljónir dollara frá Boeing á fyrsta fjórðungi þessa árs. Southwest rekur raunar eingöngu Boeing 737-þotur og telur floti félagsins alls um 750 slíkar vélar, flestar af undirgerðunum 737-700 og 737-800. Það var með fyrstu flugfélögum heims til að taka Boeing 737 MAX í notkun haustið 2017. Boeing-fyrirtækið staðfesti í vikunni að það hefði hafið framleiðslu MAX-vélanna á ný, eftir tímabundna stöðvun frá því í janúar, þrátt fyrir miklar afpantanir og fjöldauppsagnir starfsfólks. Icelandair ferjaði flestar MAX-þotur sínar til geymslu á Spáni síðastliðið haust, en sagt var frá fyrsta ferjufluginu í þessari frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Boeing Fréttir af flugi Icelandair Bandaríkin Tengdar fréttir Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forstjóri Southwest Airlines, stærsta lággjaldaflugfélags heims, býst við að Boeing 737 MAX-þoturnar verði aftur komnar í farþegaflug á síðasta fjórðungi þessa árs. Forstjórinn, Gary C. Kelly, sem jafnframt er stjórnarformaður, lýsti þessu yfir á aðalfundi félagsins á dögunum. „Vinnan við að koma MAX-vélinni aftur í þjónustu heldur áfram og við erum vongóð um að hún verði farin að fljúga á fjórða ársfjórðungi,“ sagði forstjórinn jafnframt í myndskilaboðum sem hann sendi frá sér á föstudag. „Þetta er frábær flugvél. Hún er sú hagkvæmasta þegar horft er til eldsneytiseyðslu og viðhaldskostnaðar og veitir viðskiptavinum okkar frábæra upplifun,“ sagði Gary Kelly, sem er einn áhrifamesti maður fluggeirans vestanhafs en Southwest er það félag sem flytur flesta farþega í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Forstjóri Southwest Airlines, Gary Kelly, í fyrsta MAX-flugi félagsins í október 2017.Mynd/Southwest. Southwest Airlines, sem er með höfuðstöðvar í Dallas í Texas, á mest allra flugfélaga undir því að MAX-þoturnar fljúgi á ný. Það hefur bæði pantað flestar MAX-þotur, eða 280 eintök, og er einnig það félag sem komið var með flestar slíkar í rekstur, eða 34, þegar þær voru kyrrsettar í marsmánuði í fyrra, eftir tvö flugslys, sem kostuðu 346 manns lífið. Southwest hefur líkt og Icelandair samið um og fengið greiddar skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. Þannig fékk félagið 300 milljónir dollara frá Boeing á fyrsta fjórðungi þessa árs. Southwest rekur raunar eingöngu Boeing 737-þotur og telur floti félagsins alls um 750 slíkar vélar, flestar af undirgerðunum 737-700 og 737-800. Það var með fyrstu flugfélögum heims til að taka Boeing 737 MAX í notkun haustið 2017. Boeing-fyrirtækið staðfesti í vikunni að það hefði hafið framleiðslu MAX-vélanna á ný, eftir tímabundna stöðvun frá því í janúar, þrátt fyrir miklar afpantanir og fjöldauppsagnir starfsfólks. Icelandair ferjaði flestar MAX-þotur sínar til geymslu á Spáni síðastliðið haust, en sagt var frá fyrsta ferjufluginu í þessari frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Bandaríkin Tengdar fréttir Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39