Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrir Millwall í ensku B-deildinni í fótbolta í dag, í fyrsta leik eftir hléið vegna kórónuveirufaraldurinn. Hinn 18 ára gamli Louie Sibley stal hins vegar senunni í leiknum sem Derby vann, 3-2.
Jón Daði, sem kom inn á á 74. mínútu, klóraði í bakkann fyrir Millwall í uppbótartíma eftir að Sibley hafði fullkomnað þrennu sína fyrir Derby.
Derby komst þar með upp að hlið Millwall en liðin eru í 9.-11. sæti með 54 stig, og sem stendur tveimur stigum frá 6. sætinu og þar með umspili um sæti í úrvalsdeildinni, þegar þau eiga átta leiki eftir.
HAT-TRICK. https://t.co/Bx9W1RhDKZ
— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020
Leeds og WBA eru á góðri leið með að tryggja sér tvö efstu sæti deildarinnar og þar með sæti í úrvalsdeildinni, eftir að Fulham tapaði á heimavelli fyrir Brentford í hádeginu. Fulham er í 3. sæti með 64 stig, sex stigum á eftir WBA og sjö stigum á eftir toppliði Leeds, en Brentford er í 4. sæti með 63 stig.