Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 17:00 Ederson hefur verið hálfgerður áhorfandi í síðustu leikjum Manchester City liðsins enda hefur ekkert verið að gera hjá honum. Getty/Matt McNulty Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta. Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira