Fótbolti

Lak út í gær en var staðfest í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane er mættur í rautt.
Sane er mættur í rautt. vísir/getty

Leroy Sane er genginn í raðir þýsku meistaranna í Bayern Munchen frá Manchester City en Sane skrifar undir fimm ára samning við þýska félagið.

Í gær láku út myndir af undirskrift Sane hjá Bayern en það var arabísk síða Bayern sem birti þær myndir. Þjóðverjarnir eru sagðir hafa beðið City afsökunar á því.

Talið er að Bæjarar kaupi Sane á 54,8 milljónir punda en hann hefur verið í City frá árinu 2016 er hann var keyptur á 37 milljónir punda á Schalke.

Hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang og bikarkeppninnar tvær einnig tvisvar sinnum; enska bikarinn og enska deildarbikarinn.

„Ég vil vinna eins marga bikara og mögulegt er og Meistaradeildin er þar efst á lista,“ sagði Sane.

Sane var lykilmaður í liði City á síðustu leiktíð sem vann þrennuna en hann hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð. Hann náði 135 leikjum fyrir félagið og skoraði í þeim 39 mörk og lagði upp önnur 45.

Sane, sem á 21 landsleik fyrir Þýskaland, mun byrja æfa með Bayern í næstu viku þrátt fyrir að hann sé ekki gjaldgengur með liðinu í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×